Um okkur

Ásbyrgi fasteignasala er einkahlutafyrirtæki sem stofnað var af Ingileifi Einarssyni árið 1985. Í upphafi rak hann fasteignasöluna í eigin nafni, en árið 1989 var nafninu breytt í Ásbyrgi fasteignasölu.Ingileifur er eigandi og stofnandi Ásbyrgis fasteignasölu og hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 1977, eða sl. 40 ár, fyrst sem sölumaður, en árið 1980 fékk hann löggildingu sem fasteigna og skipasali. Hann býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði fasteignaviðskipta bæði hvað varðar íbúðar- og atvinnuhúsnæði og hefur ennfremur á sl. 30 árum verið einn afkastamestu matsmönnum fasteigna fyrir banka, verðbréfafyrirtæki og sjóði. Ingileifur hefur margsinnis verið dómkvaddur matsmaður vegna fasteignaviðskipta og einnig sem meðdómari. Þá hefur hann setið í stjórn Félags fasteignasala og var í samskiptanefnd félagsins um árabil, lengst af formaður nefndarinnar. Til 1992 var Ásbyrgi til húsa að Borgartúni 33, Rvk., en flutti þá í nýtt eigið húsnæði að Suðurlandsbraut 54, Rvk. þar sem fasteignaslalan er enn til húsa. Starfsmenn Ásbyrgis fasteignasölu er samhentur hópur fólks með mikla og langa reynslu af öllu er lítur að fasteignaviðskiptum og lögð er rík áhersla á vönduð og fagmannleg vinnubrögð og góða þjónustu.

Opnunartímar Ásbyrgis:
Mánudaga til fimmtudaga frá 9.00 til kl. 17.00
Föstudaga frá kl. 9.00 til kl. 16.00
Sími: 568 2444 / 8941448
asbyrgi@asbyrgi.is
ingileifur@asbyrgi.is
 

Ásbyrgi fasteignasala - kt. 4812002610 - Suðurlandsbraut 54, Rvk ,Reykjavík - Sími: 568 2444 - Fax: 568 2446 - Vsk.nr: 69575 - asbyrgi@asbyrgi.is